Hætta morgunleikfimi á rúv, hvað sparast?

Eins og alltaf, er ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur.  Jafnvel þó það sparist bara nokkrir aurar, en krónum kastað á glæ í staðinn.  Það getur varla hafa kostað mikið þessi stutti morgunleikfimistími, sem er svo mikilvægur fyrir margt fólk.  Margt af þessu fólki er eldra fólk og öryrkjar sem eiga erfitt með að komast í sjúkraþjálfun, líkamsrækt eða íþróttahús, eða hefur ekki efni á því.  Hreyfingin er þeim lífsnauðsynleg og mosrgunleikfimin hefur haldið mörgum gangandi.  Þetta getur jafnvel orðið til þess að fleira fólk leggst inn á spítala, sem er miklu dýrara fyrir þjóðfélagið og hefði kannski verið hægt að koma í veg fyrir með þessari nauðsynlegu hreyfingu sem morgunleikfimin sá fólkinu fyrir.   Gunnar Guðmundsson lungnalæknir segir þetta mikil mistök.  Hann telur að af því verði enginn sparnaður fyrir þjóðfélagið því af þessu hljótist aukinn kostnaður fyrir heilbrigðiskerfið.    Og ég tala nú ekki um hvað mikið er tekið af fólkinu og veldur þeim óþægindum og jafnvel sjúkrahúslegu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og fjórum?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband