Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Áfengi í matvöruverslanir, er ekki komið nóg af frjálsræði?

Mér blöskrar Sigurður Kári skuli leggja fram tillögu á Alþingi um að selja áfengi í matvöruverslunum, enn einu sinni, og leyfa áfengisauglýsingar.  Er ekki eitthvað annað mikilvægara að gera á Alþingi í dag.  Að hann skuli gera það á þessum erfiðu tímum, þegar varað er við að fólk leiti í áfengi í sínum þrengingum og áhyggjum.  Og til að trompa það, gerði hann það á svipuðum tíma og forvarnarvikan og forvarnardagurinn var.  Þegar verið var að ítreka það við unglingana að hvert ár skipti máli, að það borgi sig að bíða með það að byrja að drekka.  Til þess eru eyddir peningar í heilsíðuauglýsingar, til að hafa áhrif á unglingana okkar til góðs.  Auglýsingar hafa nefnilega áhrif.  Á svo að leyfa að auglýsa áfengi, til að gera þetta að engu og hvetja þá til drykkju?  Í sjónvarpsauglýsingum undanfarið sem eru dulbúnar bjóragulýsingar, er höfðað mest til unga fólksins.  Það er staðreynd, að aukið aðgengi veldur aukinni neyslu.  Það eru unglingar sem afgreiða í flestum matvöruverslunum.  Það getur verið erfitt fyrir þá að neita vinum sínum um afgreiðslu.  Það hefur verið efitt að fylgja eftir banni við kaup á sígarettum yngri en 18 ára, og það er farið að fela tóbakið.  Það verður mjög erfitt að fylgja því eftir að afgreiða áfengi aðeins yfir tvítugu.  Afgreiðslufólki gæti jafnvel verið hótað, t.d. af fíklum.  Ég spyr: Er svo erfitt að fara í áfengisverslanir sem eru orðnar víða og í flestum stórmörkuðum og opnunartíminn orðinn rýmri?  Erum við tilbúin til að taka afleiðingum frjálsræðisins?  Eða verður það eins og með einkabankana, ekkert eftirlit og algjört hrun.  Margir einstaklingar verða byrði á þjóðfélaginu, þar sem þeir verða ekki lengur nýtir þjóðfélagsþegnar.  Það kostar þjóðfélagið mikið og veldur öllum í kringum þá vanlíðan og áhyggjum.  Hver þekkir ekki það böl sem fylgir ofneyslu áfengis- og vímuefna?  Er þetta virkilega það sem við viljum?  Er okkur alveg sama um náungann?  Hugsum bara um okkur sjálf, að það sé auðveldara fyrir mig að nálgast áfengi þegar mér hentar?  Get ég ekki bara verið án áfengis, ef ég hef ekki gert ráð fyrir því fyrirfram og búin að kaupa það?   Ef ekki,  þá er ég á hættulegri braut !!!  Óvæntir gestir geta líka örugglega verið án áfengis, vonandi, ef ekki,  ætti maður ekki að bjóða þeim það !!!   


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband